Bryant og Iverson skoruðu 42 stig 17. nóvember 2005 06:45 Allen Iverson skoraði 42 stig gegn Toronto í nótt og hitti óvenju vel, nýtti 16 af 26 skotum sínum og gaf 7 stoðsendingar Nordic Photos/Getty Images Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant hjá LA Lakers og Allen Iverson hjá Philadelphia voru í miklu stuði og leiddu lið sín til sigurs með því að skora 42 stig. Philadelphia sigraði Toronto öðru sinni í vikunni, í þetta sinn á útivelli 121-115. Toronto hefur enn ekki unnið leik í deildinni og hefur tapað fimm af átta fyrstu leikjum sínum á heimavelli. Allen Iverson skoraði 42 stig fyrir Philadelphia, Andre Iguadalia skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Chris Webber skoraði 21 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike James fór á kostum í liði Toronto og skoraði 38 stig og átti 9 stoðsendingar og Chris Bosh skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Seattle vann góðan útisigur á Boston í sjónvarpsleik kvöldsins á NBA TV, 113-100, þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston, en Ray Allen var með 32 stig fyrir Seattle. Charlotte vann mjög óvæntan stórsigur á Indiana 122-90. Þetta var stærsti sigur í sögu Charlotte Bobcats, en liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir viðureignina í nótt. Kareem Rush setti persónulegt met með 35 stigum fyrir Charlotte og nýliðinn Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar, en hann lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Charlotte í fjarveru Brevin Knight sem var meiddur. Ron Artest var atkvæðamestur í liði Indiana með 27 stig. Denver sigraði New Orleans 91-81 á útivelli. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver, en nýliðinn Chris Paul skoraði 18 fyrir New Orleans. Phoenix tapaði enn eina ferðina á heimavelli og nú fyrir Memphis 115-103. Shawn Marion var atkvæðamestur hjá Phoenix með 23 stig og 11 fráköst, en Damon Stoudamire var stigahæstu hjá Memphis með 26 stig og Mike Miller skoraði 24 stig. LA Lakers sigraði New York 97-92 þar sem Kobe Bryant skoraði 42 stig eins og áður sagði, en hitti raunar aðeins úr 15 af 36 skotum sínum í leiknum. Channing Frye skoraði mest hjá New York, 21 stig af varamannabekknum. Portland lagði Chicago á heimavelli 96-93. Mike Sweetney var allt í öllu hjá Chicago með 24 stig og 14 fráköst, en Zach Randolph skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland. Loks vann Milwaukee góðan 90-87 sigur á Golden State á útivelli. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, en Jason Richardson skoraði 21 stig fyrir Golden State. Baron Davis hefur verið driffjöðurin í liði Golden State undanfarið, en hörmuleg skotnýting hans í leiknum í gærkvöldi kann að hafa kostað liðið sigurinn því hann nýtti aðeins 4 af 21 skoti sínu í leiknum. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjá meira
Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant hjá LA Lakers og Allen Iverson hjá Philadelphia voru í miklu stuði og leiddu lið sín til sigurs með því að skora 42 stig. Philadelphia sigraði Toronto öðru sinni í vikunni, í þetta sinn á útivelli 121-115. Toronto hefur enn ekki unnið leik í deildinni og hefur tapað fimm af átta fyrstu leikjum sínum á heimavelli. Allen Iverson skoraði 42 stig fyrir Philadelphia, Andre Iguadalia skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Chris Webber skoraði 21 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike James fór á kostum í liði Toronto og skoraði 38 stig og átti 9 stoðsendingar og Chris Bosh skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Seattle vann góðan útisigur á Boston í sjónvarpsleik kvöldsins á NBA TV, 113-100, þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston, en Ray Allen var með 32 stig fyrir Seattle. Charlotte vann mjög óvæntan stórsigur á Indiana 122-90. Þetta var stærsti sigur í sögu Charlotte Bobcats, en liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir viðureignina í nótt. Kareem Rush setti persónulegt met með 35 stigum fyrir Charlotte og nýliðinn Raymond Felton skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar, en hann lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Charlotte í fjarveru Brevin Knight sem var meiddur. Ron Artest var atkvæðamestur í liði Indiana með 27 stig. Denver sigraði New Orleans 91-81 á útivelli. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver, en nýliðinn Chris Paul skoraði 18 fyrir New Orleans. Phoenix tapaði enn eina ferðina á heimavelli og nú fyrir Memphis 115-103. Shawn Marion var atkvæðamestur hjá Phoenix með 23 stig og 11 fráköst, en Damon Stoudamire var stigahæstu hjá Memphis með 26 stig og Mike Miller skoraði 24 stig. LA Lakers sigraði New York 97-92 þar sem Kobe Bryant skoraði 42 stig eins og áður sagði, en hitti raunar aðeins úr 15 af 36 skotum sínum í leiknum. Channing Frye skoraði mest hjá New York, 21 stig af varamannabekknum. Portland lagði Chicago á heimavelli 96-93. Mike Sweetney var allt í öllu hjá Chicago með 24 stig og 14 fráköst, en Zach Randolph skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland. Loks vann Milwaukee góðan 90-87 sigur á Golden State á útivelli. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, en Jason Richardson skoraði 21 stig fyrir Golden State. Baron Davis hefur verið driffjöðurin í liði Golden State undanfarið, en hörmuleg skotnýting hans í leiknum í gærkvöldi kann að hafa kostað liðið sigurinn því hann nýtti aðeins 4 af 21 skoti sínu í leiknum.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjá meira