Landsbankinn hyggst opna söluskrifstofu í Halifax í Kanada. Bankinn hyggst bjóða reynslu sína í tengslum við sjávarútveg til að þjónusta viðskiptavinum á austurströnd Kanada.
Ólafur Þorsteinsson mun stýra söluskrifstofunni, en hann hefur viðamikla reynslu á sviði alþjóðlegra viðskipta, sér í lagi sem tengjast sjávarútvegi.