Hinn öflugi miðjumaður Claude Makelele verður ekki með Chelsea í leiknum gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld og talið er að hann verði frá keppni í um þrjár vikur eftir að hafa meiðst á hné í leiknum gegn Newcastle um helgina.
Arjen Robben getur heldur ekki leikið gegn Anderlecht vegna meiðsla og Shaun Wright Phillips tekur út leikbann. Talið er líklegt að Didier Drogba verði í framlínu Chelsea annað kvöld, en Eiður Smári Guðjohnsen verður þá væntanlega á varamannabekknum.