
Sport
Doncaster-Aston Villa í beinni á Sýn

Þrír leikir fara fram í deildarbikarkeppninni á Englandi í kvöld. Viðureign Doncaster og Aston Villa verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Annar áhugaverður leikur á dagskrá er viðureign Arsenal og Reading, en forvitnilegt verður að sjá hvernig toppliðinu í fyrstu deild gengur á Highbury. Að lokum eigast við Milwall og Birmingham.