Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Manchester United tekur á móti nýliðum Wigan á Old Trafford, en eftir frábæra byrjun hefur nýluðunum fatast flugið í erfiðum leikjum undanfarið. Þá tekur Everton á móti West Ham á Goodison Park.