Í dag var dregið í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Middlesbrough mætir þýska liðinu Stuttgart, Bolton mætir Marseille frá Frakklandi og Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar mæta Betis frá Spáni.
Hér fyrir neðan má sjá leikina í 32-liða úrslitunum, sem háðir verða 15.-16. og 23. febrúar.
Liteks Lovetch - Strasbourg
VfB Stuttgart - Middlesbrough
Slavia Prague - Palermo
Lokomotiv Moskva - Sevilla
Heerenveen - Steaua Bucharest
Bolton - Marseille
Hertha Berlín - Rapid Bucharest
Basel - Monaco
Udinese - Lens
Rosenborg - Zenit St Petersburg
Club Brugge - AS Roma
Shalke 04 - Espanyol
Lille - Shakhtar Donetsk
FC Thun - Hamburg
Real Betis - AZ Alkmaar
Artmedia Bratislava v Levski Sofia