Emilio Butragueno, varaforseti Real Madrid á Spáni, segir að félagið muni ekki reyna að fá knattspyrnustjórann Arsene Wenger til liðs við sig sem arftaka Wanderley Luxemburgo sem var rekinn á dögunum. Liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Butragueno segir samskipti félagana mjög góð.
"Wenger er knattspyrnustjóri Arsenal og við verðum að virða það. Hann er samningsbundinn og því þýðir ekkert að tala um það, enda munum við líklega komast að niðurstöðu í þjálfaramálum í vikunni."