
Sport
Helena með þrennu í sigri Hauka á ÍS

Haukastúlkur unnu sannfærandi sigur á Stúdínum á Ásvöllum í dag 89-50. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 28 stig og 13 fráköst, en Helena Sverrisdóttir náði þrefaldri tvennu með 21 stigi, 15 fráköstum og 10 stoðsendingum. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS með 14 stig og hirti 7 fráköst.