Íslenski boltinn

Besta aug­lýsing Fram: Rúnar kann öll vafa­sömu trixin

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Kristinsson getur miðlað af allri sinni þekkingu til Óskars Smára Haraldssonar sem er mættur með Framkonur í Bestu deildina.
Rúnar Kristinsson getur miðlað af allri sinni þekkingu til Óskars Smára Haraldssonar sem er mættur með Framkonur í Bestu deildina. Stöð 2 Sport

Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi.

„Nú snýst þetta um mind games,“ segir Rúnar en Framarar eru í aðalhlutverkum í nýjustu auglýsingunni fyrir Bestu deildina. Mótið hjá körlunum hefst um helgina og konurnar fylgja svo í kjölfarið, 15. apríl.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan.

Klippa: Besta auglýsing Fram

Óskar Smári Haraldsson stýrði Fram upp úr Lengjudeild kvenna í fyrra og þar með eru Framkonur í efstu deild í fyrsta sinn síðan liðið lék þar árið 1988.

Hann getur leitað til reynsluboltans Rúnars Kristinssonar sem áfram stýrir karlaliði Fram. 

Í auglýsingunni kennir Rúnar Óskari „mikilvægt“ trix til að koma mótherjanum úr jafnvægi, eins og þegar Rúnar þóttist ætla að taka í hönd Ómars Inga Guðmundssonar hjá HK á síðustu leiktíð en greiddi sér í staðinn.

Með aðferðir Rúnars í huga mæta Framarar svo Völsurum og vita nákvæmlega hvernig á að stuða þá, eins og sjá má hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×