Dularfull námsstefna 12. október 2005 00:01 Grunur leikur á að enn einn svindlpósturinn sé í umferð hér á landi. Fjöldi fólks hefur undanfarna daga fengið boð um að sækja ókeypis námsstefnu á Grand Hótel í nóvember, en hótelstjórinn segir hana hins vegar ekki á dagskrá. Lögreglan telur að taka beri boðinu með fyrirvara. Á umslaginu, sem fólk hefur fengið sent til sín, með boði um að sækja ókeypis námstefnu í netsölutækni, 21. nóvember næstkomandi, kemur hvergi fram hver sendann er, einungis fylgir óljóst heimilisfang í Seattle í Bandaríkjunum. Í sumum umslaganna koma fram takmarkaðar upplýsingar um námsstefnuna á íslensku, en í flestum þeirra er allt á ensku. Framan á umslögunum segir að námsstefnan verði haldin á Nordica hótelinu, en á sjálfum boðsmiðanum segir hins vegar að hún fari fram á Grand hótelinu í Reykjavík. Gefin eru upp tvö gjaldfrjáls símanúmer, sem viðkomandi þarf að hringja í til að staðfesta þátttöku, en til að tryggja sér sæti þarf að greiða tólf hundruð krónur fyrirfram, sem fást síðan endurgreiddar á sjálfri námsstefnunni. Hótelin, sem fengu óljósa fyrirspurn um lausan sal í nóvember, hafa gert lögregunni viðvart um málið, en fulltrúar hjá rannsóknardeild lögreglunnar telja ástæðu til að taka boðinu um námsstefnuna með fyrirvara. Ólafur Torfason, hótelstjóri á Grand Hótel, segir að símtölum hafi bókstaflega rignt inn til hótelsins þar sem fólk er að spyrjast fyrir um námsstefnuna. Ólafur segir ljóst að ekki hafi verið leigður út salur á hótelinu til námskeiðshaldsins; óljós fyrirspurn hafi komið um sal á hótelinu en hún hafi aldrei verið staðfest. > Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Grunur leikur á að enn einn svindlpósturinn sé í umferð hér á landi. Fjöldi fólks hefur undanfarna daga fengið boð um að sækja ókeypis námsstefnu á Grand Hótel í nóvember, en hótelstjórinn segir hana hins vegar ekki á dagskrá. Lögreglan telur að taka beri boðinu með fyrirvara. Á umslaginu, sem fólk hefur fengið sent til sín, með boði um að sækja ókeypis námstefnu í netsölutækni, 21. nóvember næstkomandi, kemur hvergi fram hver sendann er, einungis fylgir óljóst heimilisfang í Seattle í Bandaríkjunum. Í sumum umslaganna koma fram takmarkaðar upplýsingar um námsstefnuna á íslensku, en í flestum þeirra er allt á ensku. Framan á umslögunum segir að námsstefnan verði haldin á Nordica hótelinu, en á sjálfum boðsmiðanum segir hins vegar að hún fari fram á Grand hótelinu í Reykjavík. Gefin eru upp tvö gjaldfrjáls símanúmer, sem viðkomandi þarf að hringja í til að staðfesta þátttöku, en til að tryggja sér sæti þarf að greiða tólf hundruð krónur fyrirfram, sem fást síðan endurgreiddar á sjálfri námsstefnunni. Hótelin, sem fengu óljósa fyrirspurn um lausan sal í nóvember, hafa gert lögregunni viðvart um málið, en fulltrúar hjá rannsóknardeild lögreglunnar telja ástæðu til að taka boðinu um námsstefnuna með fyrirvara. Ólafur Torfason, hótelstjóri á Grand Hótel, segir að símtölum hafi bókstaflega rignt inn til hótelsins þar sem fólk er að spyrjast fyrir um námsstefnuna. Ólafur segir ljóst að ekki hafi verið leigður út salur á hótelinu til námskeiðshaldsins; óljós fyrirspurn hafi komið um sal á hótelinu en hún hafi aldrei verið staðfest. >
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira