Réttarstaða sumarhúsaeigenda slæm 11. júlí 2006 07:00 Sveinn Guðmundsson Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. MYND/Valli Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út. Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út.
Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira