Brotist var inn í tvær nýbyggingar í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun og stolið þaðan verkfærum að verðmæti hátt í fimm hundruð þúsund krónur.
Lögreglan handtók þjófinn stuttu síðar á heimili sínu, en þar fannst megnið af þýfinu. Þjófurinn, sem var yfirheyrður í gær, er á þrítugsaldri og mikill góðkunningi lögreglunnar. Á heimili hans fannst einnig talsvert magn fíkniefna.
Ásamt ræningjanum voru á heimili hans tvær stúlkur, önnur tæplega tvítug og hin sextán ára. Í fórum þeirra fundust einhver fíkniefni og voru þær því einnig handteknar.