Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót 14. júlí 2006 03:30 Söluhugleiðingar borgarinnar endurvaktar. Ekki var tímabært að selja Landsvirkjun á tímum R-listans vegna ósamstöðu. Hún er ekki lengur til staðar, segir Alfreð Þorsteinsson. Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum. Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum.
Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira