Bandaríska þingið á leik 14. júlí 2006 07:15 Trufluðu fund þingnefndar Lögreglumenn spjalla við tvær konur sem mættu á fund dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á þriðjudag og drógu þar mótmælaspjöld upp úr pússi sínu. MYND/AP Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst. Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst.
Erlent Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira