Steytti á afnámi verndartolla landbúnaðarvara 15. júlí 2006 08:30 Keypt inn Matarreikningur meðalheimilis myndi lækka um 130 þúsund krónur á ári, verði farið að þeim hugmyndum sem helst voru ræddar í matvöruverðsnefnd forsætisráðherra. Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra. Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra.
Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira