Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir 19. júlí 2006 07:45 verðmætasta verk ríkisútvarpsins Málverkið Sumardagur í sveit eftir Gunnlaug Scheving er samkvæmt mati forvarðar verðmetið á 16 milljónir króna. MYND/Stefán Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón. Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón.
Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira