Rokkfjölskyldan á kafi í heyskap fyrir austan 26. júlí 2006 12:00 Ásgeir faðir Magna er á kafi í heyskap þessa dagana ásamt bróður Magna, Arngrími Viðari og syni hans Ásgeiri Boga. MYND/Heiða Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður. Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Lífið gengur sinn vanagang á Brekkubæ á Borgarfirði Eystra sem er æskuheimili Rokkstjörnunnar Magna Ásgeirssonar. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins litu þar við um helgina var Ásgeir Arngrímsson, faðir Magna, á kafi í heyskap ásamt syninum Arngrími Viðari og barnabarninu Ásgeiri Boga Arngrímssyni. Höfðu þeir meiri áhyggjur af slættinum en gengi Magna í Rock Star Supernova keppninni enda vita allir alvöru bændur að það þarf að nota veðurblíðuna þegar hún gefst til að koma heyi í hús. „Magni var ágætur í heyskapnum og mjög góður á vélunum," minnist faðir Magna sem er að vonum stoltur af gengi sonarins vestra. Fjölskyldan hefur ekkert heyrt í Magna síðan 20. júní enda fær hann einungis að hringja tvisvar í viku í heim í 15 mínútur í senn og þeim símtölum eyðir hann í sambýlilskonuna Eyrúnu Huld Haraldsdóttur. „Svo þarf Eyrún að hringja í alla og dreifa fréttunum," segir Arngrímu Viðar og hlær. Íbúar á Borgarfirði Eystra fylgjast með keppninni á breiðtjaldi í Félagsheimilinu Fjarðarborg og þar hefur oft myndast mikil stemning, enda hafa ekki bara íbúar staðarins mætt til að hvetja Magna heldur einnig stórir hópar ferðamanna á ferð um svæðið. „Magni hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu hingað til, hann kann alla texta enda vanur að syngja allt milli himins og jarðar á þorrablótum, böllum og allskonar uppákomum með Á móti sól," segir Arngrímur Viðar. Að þessu leyti er hann sterkari en aðrir keppendur sem virðast margir hverjir ekki kunna einn einasta texta. Magni sker sig líka út frá hinum keppendum á fleiri sviðum því Ásgeir Bogi bendir á að hann sé t.d. ekki með eitt einasta tattú en það ætti samt ekki að koma að sök. „Það er ókeypis að kjósa á Netinu og ég vona að einhverjar aðrar þjóðir séu að kjósa hann heldur en bara Íslendingar," segir Ásgeir Bogi sem er sjálfskipaður kosningastjóri fjölskyldunnar. Ef Magni helst áfram inni í keppninni fær hann leyfi fyrir heimsókn út til sín og er fjölskyldan að vonum spennt fyrir því. Reikna þau með því að fjórir til fimm fjölskyldumeðlimir fari þá út til hans - en heyskap þarf að sjálfsögðu að vera lokið áður.
Borgarfjörður eystri Rock Star Supernova Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira