Lyfið Glivec getur valdið hjartabilun 27. júlí 2006 07:30 LYF Upplýsingar á fylgiseðlum lyfja sem seld eru á Íslandi eru ekki í öllum tilfellum tæmandi. MYND/Nordicphotos/Getty Images Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira