Verkfræðingar Alcoa hefja rannsóknir 27. júlí 2006 06:00 Erna Indriðadóttir Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr. Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr.
Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira