Ísraelar hunsuðu viðvaranir 27. júlí 2006 07:30 MYND/AP Ísraelskir hermenn höfðu að engu ítrekaðar óskir Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag um að hætta árásum á bækistöð friðargæslumanna í Líbanon, samkvæmt frásögn Sameinuðu þjóðanna. Fjórir þeirra létust þegar ísraelsk sprengja skall á bækistöðinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti í gær yfir „djúpri eftirsjá“ vegna atviksins, þess að ísraelskir hermenn urðu að bana fjórum mönnum úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon á þriðjudag. Jafnframt sagðist hann ætla að sjá til þess að ísraelski herinn léti fara fram ítarlega rannsókn á atvikinu. Í yfirlýsingunni sinni sagðist Olmert þó hafa efasemdir um þá fullyrðingu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að ísraelsku hermennirnir hefðu vísvitandi gert árás á liðsmenn Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, bæði í Líbanon og New York, höfðu samt hvað eftir annað haft samband við Ísraela til að mótmæla árásum ísraelska hersins á bækistöðina, sem er skammt frá bænum Khiyam í suðurhluta Líbanons. Á tímabilinu frá klukkan 13.20 til 19.17 á þriðjudaginn beindu ísraelskir hermenn sprengjum sínum í 21 skipti að bækistöðinni. Fjórum sinnum hittu þeir í mark, tólf sinnum lentu skotin í innan við hundrað metra fjarlægð, en fimm skotanna lentu fjær en það. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa lengi haft bækistöð þarna og hún var rækilega merkt sem slík. Sameinuðu þjóðirnar hafa verið með friðargæslusveitir í Líbanon allt frá árinu 1978, en þá höfðu Ísraelar gert nýlega innrás í landið. Á ráðstefnu um Líbanon, sem haldin var í Róm í gær, samþykktu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Líbanons og fleiri ríkja og alþjóðastofnana að senda nýjar og öflugri friðargæslusveitir þangað og sjá jafnframt til þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Hernaður Ísraela í Líbanon hefur nú staðið yfir í rúmlega hálfan mánuð og kostað hátt í fimm hundruð manns lífið. Flestir þeirra eru almennir borgarar í Líbanon. Allt að 750 þúsund manns í Líbanon hafa flúið að heiman vegna átakanna. Hizbollah-skæruliðar í Líbanon hafa einnig skotið nærri 1.500 flugskeytum suður yfir landamærin og orðið 18 almennum borgurum að bana. Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Ísraelskir hermenn höfðu að engu ítrekaðar óskir Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag um að hætta árásum á bækistöð friðargæslumanna í Líbanon, samkvæmt frásögn Sameinuðu þjóðanna. Fjórir þeirra létust þegar ísraelsk sprengja skall á bækistöðinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti í gær yfir „djúpri eftirsjá“ vegna atviksins, þess að ísraelskir hermenn urðu að bana fjórum mönnum úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon á þriðjudag. Jafnframt sagðist hann ætla að sjá til þess að ísraelski herinn léti fara fram ítarlega rannsókn á atvikinu. Í yfirlýsingunni sinni sagðist Olmert þó hafa efasemdir um þá fullyrðingu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að ísraelsku hermennirnir hefðu vísvitandi gert árás á liðsmenn Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, bæði í Líbanon og New York, höfðu samt hvað eftir annað haft samband við Ísraela til að mótmæla árásum ísraelska hersins á bækistöðina, sem er skammt frá bænum Khiyam í suðurhluta Líbanons. Á tímabilinu frá klukkan 13.20 til 19.17 á þriðjudaginn beindu ísraelskir hermenn sprengjum sínum í 21 skipti að bækistöðinni. Fjórum sinnum hittu þeir í mark, tólf sinnum lentu skotin í innan við hundrað metra fjarlægð, en fimm skotanna lentu fjær en það. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa lengi haft bækistöð þarna og hún var rækilega merkt sem slík. Sameinuðu þjóðirnar hafa verið með friðargæslusveitir í Líbanon allt frá árinu 1978, en þá höfðu Ísraelar gert nýlega innrás í landið. Á ráðstefnu um Líbanon, sem haldin var í Róm í gær, samþykktu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Líbanons og fleiri ríkja og alþjóðastofnana að senda nýjar og öflugri friðargæslusveitir þangað og sjá jafnframt til þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Hernaður Ísraela í Líbanon hefur nú staðið yfir í rúmlega hálfan mánuð og kostað hátt í fimm hundruð manns lífið. Flestir þeirra eru almennir borgarar í Líbanon. Allt að 750 þúsund manns í Líbanon hafa flúið að heiman vegna átakanna. Hizbollah-skæruliðar í Líbanon hafa einnig skotið nærri 1.500 flugskeytum suður yfir landamærin og orðið 18 almennum borgurum að bana.
Erlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira