Ellefu tegundir ánamaðka 28. júlí 2006 07:00 ÁNAMAÐKUR Ellefu tegundir ánamaðka lifa á Íslandi en til samanburðar má geta þess að nokkrir tugir finnast annars staðar á Norðurlöndunum. Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Þetta er fyrsta skiptið sem ráðstefna af þessu tagi er haldin á Íslandi en þar koma saman vísindamenn frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi og Rússlandi og kynna rannsóknarniðurstöður sínar. "Einn vísindamannanna var á ferð á Íslandi í haust og komst þá að því að tegundir mordýra, sem eru smádýr í jarðvegi, eru fleiri en áður hafði verið talið á Íslandi." Þá verður á ráðstefnunni fjallað um hringrásina í jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarðvegsdýra og áhrif mannlegra aðgerða á jarðvegsdýralífið. Bjarni segir jarðveg á Íslandi vera sérstakan því þetta sé eldfjallajörð og því kunni að finnast hér dýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Bjarni segir að vegna legu landsins sé dýralíf í jarðvegi hér fábreyttara en í öðrum löndum. "Sem dæmi má nefna að hér finnast aðeins ellefu tegundir af ánamöðkum en annars staðar á Norðurlöndunum eru þær nokkrir tugir. Köngulóartegundir eru tæplega eitt hundrað hér á landi en flestar þeirra eru litlar." Bjarni segir ýmislegt geta haft áhrif á dýralíf í jarðvegi og nefnir sem dæmi túnrækt, sinubruna, virkjanaframkvæmdir, geislun og mengunarslys ýmiss konar. "Flest smádýr lifa í efstu fimm sentimetrum jarðvegs og því er margt sem getur haft áhrif á þau. Ég hef verið að rannsaka áhrif túnræktunar á smádýr og þar kemur í ljós að í túnrækt fækkar tegundum dýra í jarðvegi en hefur jafnframt þau áhrif að innan sumra dýrategunda verður veruleg fjölgun." Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Um fimmtíu vísindamenn eru staddir á ráðstefnu um dýralíf í jarðvegi sem haldin er á Akureyri. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur segir að hér kunni að finnast smádýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Þetta er fyrsta skiptið sem ráðstefna af þessu tagi er haldin á Íslandi en þar koma saman vísindamenn frá hinum Norðurlöndunum, Eistlandi og Rússlandi og kynna rannsóknarniðurstöður sínar. "Einn vísindamannanna var á ferð á Íslandi í haust og komst þá að því að tegundir mordýra, sem eru smádýr í jarðvegi, eru fleiri en áður hafði verið talið á Íslandi." Þá verður á ráðstefnunni fjallað um hringrásina í jarðveginum, um tegundafjölbreytni jarðvegsdýra og áhrif mannlegra aðgerða á jarðvegsdýralífið. Bjarni segir jarðveg á Íslandi vera sérstakan því þetta sé eldfjallajörð og því kunni að finnast hér dýrategundir sem ekki finnist annars staðar. Bjarni segir að vegna legu landsins sé dýralíf í jarðvegi hér fábreyttara en í öðrum löndum. "Sem dæmi má nefna að hér finnast aðeins ellefu tegundir af ánamöðkum en annars staðar á Norðurlöndunum eru þær nokkrir tugir. Köngulóartegundir eru tæplega eitt hundrað hér á landi en flestar þeirra eru litlar." Bjarni segir ýmislegt geta haft áhrif á dýralíf í jarðvegi og nefnir sem dæmi túnrækt, sinubruna, virkjanaframkvæmdir, geislun og mengunarslys ýmiss konar. "Flest smádýr lifa í efstu fimm sentimetrum jarðvegs og því er margt sem getur haft áhrif á þau. Ég hef verið að rannsaka áhrif túnræktunar á smádýr og þar kemur í ljós að í túnrækt fækkar tegundum dýra í jarðvegi en hefur jafnframt þau áhrif að innan sumra dýrategunda verður veruleg fjölgun."
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira