Ætlaði að drepa mig á bílastæðinu 3. ágúst 2006 13:30 Guðmundur viðar mete Í leik Keflavíkur gegn Lilleström í Noregi fyrr í sumar. Hann er borinn þungum sökum en vill samt ekki tjá sig. MYND/jón björn Fótbolti Mikið hefur verið ritað og rætt um það sem fór á milli Hjartar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete í leik ÍA og Keflavíkur þann 23. júlí síðastliðinn. Hjörtur hefur staðfest að hafa kallað Guðmund Tyrkjadjöful og sagt honum að fara heim. Það gerði hann á opinberum vettvangi. Hann sakaði Guðmund einnig að hafa hótað sér, móður sinni og öðrum líkamsmeiðingum og fleira í þeim dúr. Hjörtur er fyrsti leikmaðurinn í efstu deild sem fær bann fyrir kynþáttafordóma og Guðmundur er fyrsti maðurinn sem fær bann fyrir hótanir og ofbeldisfulla hegðun. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að eftir að hafa grennslast fyrir um hvaða orð Guðmundur lét falla í þessum leik og að það komi ekki heim saman við sögu Hjartar. Ég verð bara að trúa því sem mér er sagt í þessum efnum, sagði Ásmundur. Að öðru leyti hafa hvorki Guðmundur Viðar Mete né Keflvíkingar tjáð sig um málið opinberlega. Aganefnd KSÍ mat orð Hjartar, sem hann viðurkenndi í greinagerð sinni til KSÍ, nóg til að dæma hann í tveggja leikja bann. Guðmundur var dæmdur í eins leiks bann þó svo að hann hafi aldrei viðurkennt að hafa látið þessi orð falla í umræddum leik. Fréttablaðið hafði samband við fleiri framherja í efstu deild karla eftir að heimildir blaðsins hermdu að Hjörtur væri ekki sá eini sem hafði samskonar sögu að segja af viðskiptum sínum við Guðmund Viðar. Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, fer mjög ítarlega í samskipti sín við Guðmund Viðar á bloggsíðu sinni og má lesa valda kafla af heimasíðu hans hér til hliðar. Þar segir hann meðal annars að Guðmundur Viðar hótaði sér lífláti og gefið sér öflugt olnbogaskot í bringuna. Frásögn Daníels er mjög lík þeirri sem Hjörtur sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu viku. Ég stend við það sem ég skrifaði, sagði Daníel við Fréttablaðið. Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frásögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um aukaspyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr. Fréttablaðið hafði einnig samband við fleiri framherja hjá liðum í efstu deild karla og höfðu ekki allir sömu sögu að segja af Guðmundi. Ég þekki hann ekki öðruvísi en sem mjög heiðarlegan leikmann, sagði einn viðmælandi. Sem fyrr vildi Guðmundur Viðar ekki tjá sig um þessi mál er Fréttablaðið hafði samband við hann. Við ætlum ekki að fara með þetta mál í fjölmiðla og ræða þetta þar. Við stöndum fast við það, sagði Guðmundur. Íþróttir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Fótbolti Mikið hefur verið ritað og rætt um það sem fór á milli Hjartar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete í leik ÍA og Keflavíkur þann 23. júlí síðastliðinn. Hjörtur hefur staðfest að hafa kallað Guðmund Tyrkjadjöful og sagt honum að fara heim. Það gerði hann á opinberum vettvangi. Hann sakaði Guðmund einnig að hafa hótað sér, móður sinni og öðrum líkamsmeiðingum og fleira í þeim dúr. Hjörtur er fyrsti leikmaðurinn í efstu deild sem fær bann fyrir kynþáttafordóma og Guðmundur er fyrsti maðurinn sem fær bann fyrir hótanir og ofbeldisfulla hegðun. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að eftir að hafa grennslast fyrir um hvaða orð Guðmundur lét falla í þessum leik og að það komi ekki heim saman við sögu Hjartar. Ég verð bara að trúa því sem mér er sagt í þessum efnum, sagði Ásmundur. Að öðru leyti hafa hvorki Guðmundur Viðar Mete né Keflvíkingar tjáð sig um málið opinberlega. Aganefnd KSÍ mat orð Hjartar, sem hann viðurkenndi í greinagerð sinni til KSÍ, nóg til að dæma hann í tveggja leikja bann. Guðmundur var dæmdur í eins leiks bann þó svo að hann hafi aldrei viðurkennt að hafa látið þessi orð falla í umræddum leik. Fréttablaðið hafði samband við fleiri framherja í efstu deild karla eftir að heimildir blaðsins hermdu að Hjörtur væri ekki sá eini sem hafði samskonar sögu að segja af viðskiptum sínum við Guðmund Viðar. Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings, fer mjög ítarlega í samskipti sín við Guðmund Viðar á bloggsíðu sinni og má lesa valda kafla af heimasíðu hans hér til hliðar. Þar segir hann meðal annars að Guðmundur Viðar hótaði sér lífláti og gefið sér öflugt olnbogaskot í bringuna. Frásögn Daníels er mjög lík þeirri sem Hjörtur sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu viku. Ég stend við það sem ég skrifaði, sagði Daníel við Fréttablaðið. Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frásögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um aukaspyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr. Fréttablaðið hafði einnig samband við fleiri framherja hjá liðum í efstu deild karla og höfðu ekki allir sömu sögu að segja af Guðmundi. Ég þekki hann ekki öðruvísi en sem mjög heiðarlegan leikmann, sagði einn viðmælandi. Sem fyrr vildi Guðmundur Viðar ekki tjá sig um þessi mál er Fréttablaðið hafði samband við hann. Við ætlum ekki að fara með þetta mál í fjölmiðla og ræða þetta þar. Við stöndum fast við það, sagði Guðmundur.
Íþróttir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira