Rektor segir löngu tímabært að lengja kennaranám 14. ágúst 2006 07:45 ólafur proppé Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“ Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira