Kæri Róbert 20. september 2006 06:00 Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun