Árangurslaus peningastefna 24. september 2006 05:00 Peningamálastefnan Margt bendir til að samfelldri hrinu stýrivaxtahækkana frá 10. maí 2004 sé lokið. Á þeim tíma hefur Seðlabankinn hækkað vexti 16 sinnum úr 5,3% í 14% í baráttu við að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir í peningamálum erum við víðsfjarri markmiði um 2,5% verðbólgu sem flestir telja að sé ein af forsendum hagsældar. Í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja hvort framkvæmd peningastefnunnar síðustu ár hafi skilað tilætluðum árangri? Enginn vafi er á því að peningastefnan virkar og hefur áhrif á efnahagslífið en það er hins vegar álitamál hvort hún gerir gagn í ljósi hárrar verðbólgu. Fyrr en síðar munu ofurvextir á Íslandi knýja niður verðbólgu. Ólíklegt er að það gerist áfallalaust. Erlendir fjármagnseigendur hafa, ólíkt mörgum öðrum, haft mikið gagn af íslensku peningastefnunni. Þeir hafa fært mikið fé inn í hagkerfið, ekki til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi heldur til að hirða vaxtamuninn. Og hvað gerist þegar Seðlabankinn slakar á peningastefnunni og byrjar að lækka vexti? Fyrstir til að flýja land verða hinir erlendu fjármagnseigendur. Gengislækkun krónunnar er þá óhjákvæmileg og verðbólguskot fylgir yfirleitt í kjölfarið. Þannig getur harkaleg peningastefna, sem þrýstir m.a. upp gengi krónunnar, leitt til verðbólgukúfs þegar gengið fellur aftur andstætt markmiðum Seðlabankans. Einn stærsti gallinn við núverandi framkvæmd peningastefnunnar er tímasetning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í peningastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni. Seðlabankanum er vandi á höndum. Engin augljós lausn er á vandanum þó svo að vaxtalækkun sé líklega skásti kosturinn við núverandi aðstæður. Til framtíðar er heppilegast væri að leggja sjálfstæða peningastefnu til hliðar. Reynslan sýnir að hún skilar ekki árangri.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Peningamálastefnan Margt bendir til að samfelldri hrinu stýrivaxtahækkana frá 10. maí 2004 sé lokið. Á þeim tíma hefur Seðlabankinn hækkað vexti 16 sinnum úr 5,3% í 14% í baráttu við að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir í peningamálum erum við víðsfjarri markmiði um 2,5% verðbólgu sem flestir telja að sé ein af forsendum hagsældar. Í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja hvort framkvæmd peningastefnunnar síðustu ár hafi skilað tilætluðum árangri? Enginn vafi er á því að peningastefnan virkar og hefur áhrif á efnahagslífið en það er hins vegar álitamál hvort hún gerir gagn í ljósi hárrar verðbólgu. Fyrr en síðar munu ofurvextir á Íslandi knýja niður verðbólgu. Ólíklegt er að það gerist áfallalaust. Erlendir fjármagnseigendur hafa, ólíkt mörgum öðrum, haft mikið gagn af íslensku peningastefnunni. Þeir hafa fært mikið fé inn í hagkerfið, ekki til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi heldur til að hirða vaxtamuninn. Og hvað gerist þegar Seðlabankinn slakar á peningastefnunni og byrjar að lækka vexti? Fyrstir til að flýja land verða hinir erlendu fjármagnseigendur. Gengislækkun krónunnar er þá óhjákvæmileg og verðbólguskot fylgir yfirleitt í kjölfarið. Þannig getur harkaleg peningastefna, sem þrýstir m.a. upp gengi krónunnar, leitt til verðbólgukúfs þegar gengið fellur aftur andstætt markmiðum Seðlabankans. Einn stærsti gallinn við núverandi framkvæmd peningastefnunnar er tímasetning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í peningastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni. Seðlabankanum er vandi á höndum. Engin augljós lausn er á vandanum þó svo að vaxtalækkun sé líklega skásti kosturinn við núverandi aðstæður. Til framtíðar er heppilegast væri að leggja sjálfstæða peningastefnu til hliðar. Reynslan sýnir að hún skilar ekki árangri.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar