Er ástæða til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða? 3. október 2006 05:00 Það fer ekki framhjá neinum sem ferðast um Ísland, og fer úr einu sjávarplássi í annað að kvótakerfið er búið að eyða því sem tilvera, menning og lífsstíll íbúana í flestum þeirra hefur í gegnum tíðina byggst á. Efnamenn í þéttbýlinu bjóða stöðugt hærra og hærra í fiskveiðiheimildirnar sem hinar fáu fjölskildu og einyrkjaútgerðir sem enn finnast á landsbyggðinni ráða yfir. Þeim einstaklingum sem fara með forræðið yfir veiðirétti þessa litlu atvinnueininga, er á þann hátt mútað til að láta hann af hendi. Selja hann frá sínu fólki og úr sinni heimabyggð. Atvinnuréttinn sem þetta fólk, kynstlóð fram af kynslóð, hefur byggt tilveru sína á. Þær veiðiheimildir sem hafa verið seldar koma aldrei aftur. Það kemur engin fjölskyldu- eða einyrkjaútgerð í stað þeirrar sem misst hefur fiskveiðiheimildir sínar og lögð hefur verið af. Af þessum sökum eru hin smærri sjávarpláss stöðugt að visna, eymdin að leggjast yfir og fólkið að flytja í burt. Á fiskveiðiárinu á milli árana 2004 og 2005 fækkaði smábátum sem lönduðu afla um 20% og fastlega má reikna með að fækkun báta í þessum útgerðarflokki hafi orðið hlutfallslega meiri á því fiskveiðiári sem nú var að ljúka. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einnig leitt til þess að eignarhald smábáta og þær fiskveiðiheimildir sem þeir hafa, er að færast frá sjómönnunum sem á þeim starfa og á hendur efnamanna. Efnamennirnir leigja síðan fiskveiðiheimildirna fram og til baka sín á milli. Sjámennirnir sem á bátunum vinna eru arðrændir (látnir róa á hálfu kaupi) til að fjármanga leigubraskið. Þannig eru þeir neyddir til að halda braskinu gangandi á sinn kostnað og halda uppi arðseminni af því. Þetta leiðir svo aftur til þess að söluverðmæti fiskveiðiheimildana hækkar. Ef einstaka sjómaður lætur í ljós óánægju sína með þessa stöðu mála við vinnuveitanda sinn fær hann janfnan hið staðlaða svar: ef þú ert óánægður með eitthvað vinur, farðu þá bara og finndu þér aðra vinnu. Sjómenn sem róa á smábátum í dag hafa enga kjarasamninga. Þeir virðast því í svipaðri stöðu gagnvært vinnuveitendum sínum og kollegar þeirra við upphaf síðustu aldar, áður en verkalíðshreyfingarinnar fór að njóta við. Kannski er ekki óeðlilegt að spurt sé í þessu samhengi, hver er staða verkaliðshreyfingarinnar í nútíma samfélagi? Eru áhrif hennar kannski hægt og sígandi að fjara út? Reikna má með að margir vilji benda á að sú óheillavænlega þróun sem hér er rakin sé ásættanleg af þeirri ástæðu að hún leiði af sér aukna arðsemi sjávarútvegsins, þetta sé bara hagræðing innan greinarinnar. Í þessu samhengi er rétt að benda á að stórútgerðir þéttbýlisins, sem búnar er að sölsa undir sig megnið af fiskveiðihimildunum, eru ekki að skila neinum arði í merkingu þess orðs. Þrátt fyrir að orðið hafi miklar tækniframfarir í starfsemi þeirra hin síðari misseri og að þær hafi í dag yfir að ráða margfallt stærri og öflugri skipum en áður hafa sést á fiskimiðunum við strendur landsins. Núverandi stjórnarsamstarf sjáflstæðisfloks og framsóknar hófst árið 1995. Frá því þetta stjórnarsamstarf hófst hefur jafnt og þétt fjarað undan hinum dreifðu byggðum. Fjöldi sjávarplássa sem standa við gjöful fiskimið hafa á þessu tímabili tapað nánast öllum sínum fiskveiðiheimildum. Framsóknarflokkurinn sem fyrr á tímum gaf sig út fyrir að bera hag hinna dreifðu byggða fyrir brjósti hefur undanfarin ár snúist gegn hagsmunum þeirra og náð í þá veru dramatískum árangri. Af störfum þess ágæta flokks hin síðari misseri verður ekki annað ráðið en hagsmunagæsla í þágu fárra útvaldra, sem hafa verið að koma ár sinni betur fyrir borð, hafi ein ráðið för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem ferðast um Ísland, og fer úr einu sjávarplássi í annað að kvótakerfið er búið að eyða því sem tilvera, menning og lífsstíll íbúana í flestum þeirra hefur í gegnum tíðina byggst á. Efnamenn í þéttbýlinu bjóða stöðugt hærra og hærra í fiskveiðiheimildirnar sem hinar fáu fjölskildu og einyrkjaútgerðir sem enn finnast á landsbyggðinni ráða yfir. Þeim einstaklingum sem fara með forræðið yfir veiðirétti þessa litlu atvinnueininga, er á þann hátt mútað til að láta hann af hendi. Selja hann frá sínu fólki og úr sinni heimabyggð. Atvinnuréttinn sem þetta fólk, kynstlóð fram af kynslóð, hefur byggt tilveru sína á. Þær veiðiheimildir sem hafa verið seldar koma aldrei aftur. Það kemur engin fjölskyldu- eða einyrkjaútgerð í stað þeirrar sem misst hefur fiskveiðiheimildir sínar og lögð hefur verið af. Af þessum sökum eru hin smærri sjávarpláss stöðugt að visna, eymdin að leggjast yfir og fólkið að flytja í burt. Á fiskveiðiárinu á milli árana 2004 og 2005 fækkaði smábátum sem lönduðu afla um 20% og fastlega má reikna með að fækkun báta í þessum útgerðarflokki hafi orðið hlutfallslega meiri á því fiskveiðiári sem nú var að ljúka. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur einnig leitt til þess að eignarhald smábáta og þær fiskveiðiheimildir sem þeir hafa, er að færast frá sjómönnunum sem á þeim starfa og á hendur efnamanna. Efnamennirnir leigja síðan fiskveiðiheimildirna fram og til baka sín á milli. Sjámennirnir sem á bátunum vinna eru arðrændir (látnir róa á hálfu kaupi) til að fjármanga leigubraskið. Þannig eru þeir neyddir til að halda braskinu gangandi á sinn kostnað og halda uppi arðseminni af því. Þetta leiðir svo aftur til þess að söluverðmæti fiskveiðiheimildana hækkar. Ef einstaka sjómaður lætur í ljós óánægju sína með þessa stöðu mála við vinnuveitanda sinn fær hann janfnan hið staðlaða svar: ef þú ert óánægður með eitthvað vinur, farðu þá bara og finndu þér aðra vinnu. Sjómenn sem róa á smábátum í dag hafa enga kjarasamninga. Þeir virðast því í svipaðri stöðu gagnvært vinnuveitendum sínum og kollegar þeirra við upphaf síðustu aldar, áður en verkalíðshreyfingarinnar fór að njóta við. Kannski er ekki óeðlilegt að spurt sé í þessu samhengi, hver er staða verkaliðshreyfingarinnar í nútíma samfélagi? Eru áhrif hennar kannski hægt og sígandi að fjara út? Reikna má með að margir vilji benda á að sú óheillavænlega þróun sem hér er rakin sé ásættanleg af þeirri ástæðu að hún leiði af sér aukna arðsemi sjávarútvegsins, þetta sé bara hagræðing innan greinarinnar. Í þessu samhengi er rétt að benda á að stórútgerðir þéttbýlisins, sem búnar er að sölsa undir sig megnið af fiskveiðihimildunum, eru ekki að skila neinum arði í merkingu þess orðs. Þrátt fyrir að orðið hafi miklar tækniframfarir í starfsemi þeirra hin síðari misseri og að þær hafi í dag yfir að ráða margfallt stærri og öflugri skipum en áður hafa sést á fiskimiðunum við strendur landsins. Núverandi stjórnarsamstarf sjáflstæðisfloks og framsóknar hófst árið 1995. Frá því þetta stjórnarsamstarf hófst hefur jafnt og þétt fjarað undan hinum dreifðu byggðum. Fjöldi sjávarplássa sem standa við gjöful fiskimið hafa á þessu tímabili tapað nánast öllum sínum fiskveiðiheimildum. Framsóknarflokkurinn sem fyrr á tímum gaf sig út fyrir að bera hag hinna dreifðu byggða fyrir brjósti hefur undanfarin ár snúist gegn hagsmunum þeirra og náð í þá veru dramatískum árangri. Af störfum þess ágæta flokks hin síðari misseri verður ekki annað ráðið en hagsmunagæsla í þágu fárra útvaldra, sem hafa verið að koma ár sinni betur fyrir borð, hafi ein ráðið för.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun