Gusenbauer næsti kanslari 4. október 2006 06:00 Gusenbauer og Schüssel Alfred Gusenbauer, leiðtogi jafnaðarmanna, og Wolfgang Schüssel, fráfarandi kanslari og leiðtogi íhaldsmanna, takast í hendur í sjónvarpssal að kvöldi kjördags. MYND/AP Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins ÖVP, baðst í gær lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, tveimur dögum eftir þingkosningar í landinu. Þau óvæntu úrslit urðu í kosningunum að jafnaðarmenn hrósuðu sigri, hlutu hálfu öðru prósentustigi meira fylgi en flokkur Schüssels. Á grundvelli þessara úrslita getur Alfred Gusenbauer, formaður austurríska Jafnaðarmannaflokksins SPÖ, gert tilkall til kanslarastólsins. Hann segist gera ráð fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður annað hvort við ÖVP eða græningja. SPÖ fékk 35,7 prósent atkvæða en ÖVP 34,2 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn varð Frelsisflokkurinn með 11,2 prósent atkvæða, en hann beitti sér í kosningabaráttunni fyrir hertri stefnu gegn innflytjendum. Klofningsframboð Jörgs Haiders og fylgismanna hans, Bandalag fyrir framtíð Austurríkis (BZÖ), fékk rétt yfir þeim fjórum prósentustigum sem er lágmarkið til að fá úthlutað þingsætum. Þessi úrslit gætu reyndar breyst, þar sem utankjörfundaratkvæði verða ekki talin fyrr en í næstu viku. Mestu myndi breyta ef BZÖ félli niður fyrir fjögurra prósenta þröskuldinn, en þar með myndu þingsæti hans deilast á hina flokkana og væntanlega gera jafnaðarmönnum og græningjum mögulegt að mynda tveggja flokka meirihluta saman. Sá meirihluti yrði hins vegar mjög naumur. Enda þykir stjórnmálaskýrendum líklegast í stöðunni að stóru flokkarnir tveir myndi saman stjórn undir forystu Gusenbauers. Þessir tveir flokkar stjórnuðu landinu í helmingaskiptastjórn í 45 ár. Það var til að brjóta það stjórnarmynstur upp sem Schüssel valdi þann kostinn fyrir sex og hálfu ári að mynda stjórn með Frelsisflokknum, sem kallaði pólitískar refsiaðgerðir yfir landið af hálfu leiðtoga Evrópusambandsins. Á þeim tíma var meirihluti ríkisstjórna aðildarríkjanna undir forystu jafnaðarmanna sem þóttu Frelsisflokkurinn ekki ríkisstjórnartækur. Stjórnarmeirihluti ÖVP og Frelsisflokksins hélt naumlega velli í kosningunum 2002, en í fyrra klofnaði Frelsisflokkurinn og fylgismenn Haiders stofnuðu BZÖ. BZÖ-menn, undir forystu Peters Westenthalers, héldu stjórnarsamstarfinu við ÖVP áfram en Frelsisflokksmenn fóru í stjórnarandstöðu.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira