Öryggi og frelsi í flugi 5. október 2006 06:30 Assad Kotaite Líbaninn Kotaite fór fyrir IAOC á árunum 1975-2005. MYND/vilhelm Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira