Afsögn annars ráðherra 17. október 2006 05:00 Cecilia Stegö Chilo Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira