Önnuðu ekki eftirspurn 18. október 2006 08:00 Signý Pálsdóttir Skrifstofustjóri menningarmála á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Hlé hefur verið gert á listaverkalánum sökum mikillar eftirspurnar. Viðræður standa nú yfir um útfærsluna á framhaldinu. Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Þetta er afrakstur samstarfs sem hófst árið 2004 með Reykjavíkurborg, Kaupþingi, helstu galleríum borgarinnar og listamönnum í þeim tilgangi að virkja áhuga fólks á listaverkum eftir samtímalistamenn. Var myndlistarunnendum gert kleift að kaupa myndverk frá galleríum með vaxtalausum lánum sem áttu að standa almenningi til boða í þrjú ár. Þau skilyrði voru sett að einungis mátti kaupa eftir lifandi listamenn, verkin máttu ekki vera eldri en sextíu ára við kaup og um frumsölu þurfti að vera að ræða. Kaupþing og menningarmálanefnd niðurgreiddu vexti með föstu framlagi í sjóð sem var í vörslu KB banka. Á móti veittu gallerí og myndlistarmenn afslátt af þóknun sinni í sama skyni. KB banki og menningarmálanefnd skuldbundu sig til að leggja fram eina milljón króna á ári hvor í þrjú ár. Samkvæmt samningnum áttu hin vaxtalausu lán að standa almenningi til boða eins lengi og sjóðurinn sem greiddi afföllin af lánunum hefði bolmagn til. Svo mikil eftirspurn var eftir lánunum að sjóðurinn varð uppurinn í sumarbyrjun og því hefur verið skrúfað fyrir lánin að svo stöddu. Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, segir að þurrkurinn muni þó vonandi ekki vara lengi. "Viðræður standa nú yfir um útfærsluna á framhaldinu en nýtt menningar- og ferðamálaráð hefur fullan hug á að halda verkefninu áfram. Það leikur enginn vafi á því að framtakið hefur haft góð og jákvæð áhrif á listamenn, gallerí og listunnendur." Kaupþing banki mun ekki taka þátt í samstarfinu áfram, þótt þar á bæ séu menn á sama máli um að vel hafi tekist til. "Þegar við fórum af stað með þetta höfðu áföll dunið á listaverkageiranum og þörf var á að koma sölunni aftur í gang. Nú er markaðurinn í góðum gír, hjól efnahagslífsins á fullum snúningi og því við teljum að ekki sé lengur þörf á þessari aðstoð," segir Friðrik S. Halldórsson hjá Viðskiptabankasviði KB banka. "Seðlabankinn gefur þau skilaboð um að við eigum ekki að vera að lána peninga og við þurfum að bregðast við því." Fréttir Innlent Úttekt Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Þetta er afrakstur samstarfs sem hófst árið 2004 með Reykjavíkurborg, Kaupþingi, helstu galleríum borgarinnar og listamönnum í þeim tilgangi að virkja áhuga fólks á listaverkum eftir samtímalistamenn. Var myndlistarunnendum gert kleift að kaupa myndverk frá galleríum með vaxtalausum lánum sem áttu að standa almenningi til boða í þrjú ár. Þau skilyrði voru sett að einungis mátti kaupa eftir lifandi listamenn, verkin máttu ekki vera eldri en sextíu ára við kaup og um frumsölu þurfti að vera að ræða. Kaupþing og menningarmálanefnd niðurgreiddu vexti með föstu framlagi í sjóð sem var í vörslu KB banka. Á móti veittu gallerí og myndlistarmenn afslátt af þóknun sinni í sama skyni. KB banki og menningarmálanefnd skuldbundu sig til að leggja fram eina milljón króna á ári hvor í þrjú ár. Samkvæmt samningnum áttu hin vaxtalausu lán að standa almenningi til boða eins lengi og sjóðurinn sem greiddi afföllin af lánunum hefði bolmagn til. Svo mikil eftirspurn var eftir lánunum að sjóðurinn varð uppurinn í sumarbyrjun og því hefur verið skrúfað fyrir lánin að svo stöddu. Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, segir að þurrkurinn muni þó vonandi ekki vara lengi. "Viðræður standa nú yfir um útfærsluna á framhaldinu en nýtt menningar- og ferðamálaráð hefur fullan hug á að halda verkefninu áfram. Það leikur enginn vafi á því að framtakið hefur haft góð og jákvæð áhrif á listamenn, gallerí og listunnendur." Kaupþing banki mun ekki taka þátt í samstarfinu áfram, þótt þar á bæ séu menn á sama máli um að vel hafi tekist til. "Þegar við fórum af stað með þetta höfðu áföll dunið á listaverkageiranum og þörf var á að koma sölunni aftur í gang. Nú er markaðurinn í góðum gír, hjól efnahagslífsins á fullum snúningi og því við teljum að ekki sé lengur þörf á þessari aðstoð," segir Friðrik S. Halldórsson hjá Viðskiptabankasviði KB banka. "Seðlabankinn gefur þau skilaboð um að við eigum ekki að vera að lána peninga og við þurfum að bregðast við því."
Fréttir Innlent Úttekt Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira