Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 07:49 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri segir að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Vaxtatekjur jukust um tæp sjö prósent, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp tvö prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Þar segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 9,4 prósent á tímabilinu. Farið er yfir helstu atriði á tímabilinu í tilkynningunni: Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 (1F24: 5,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli (1F24: 9,8%). Hreinar vaxtatekjur námu 12,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 817 milljónir króna á 1F25 samanborið við 1F24. Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,0% á fyrsta ársfjórðungi 2024. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,1 milljarði króna á fjórðungnum. Hrein fjármagnsgjöld voru 986 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 236 milljónir króna á 1F24. Aðrar rekstrartekjur námu 467 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 1.098 milljónir króna á 1F24. Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 7,1 milljarð króna á 1F24, sem er 4,0% hækkun á milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 47,6% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 43,9% á 1F24. Virðisrýrnun fjáreigna var 3 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við virðisrýrnun sem nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,1 punktur á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 23 punkta á sama ársfjórðungi 2024. Útlán til viðskiptavina jukust um 3,5 milljarða króna á fjórðungnum frá fjórða ársfjórðungi 2024 og voru 1.299 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 1,1% milli loka fjórða ársfjórðungs 2024 og fyrsta ársfjórðungs 2025 og námu 937 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Eigið fé nam 217,9 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024. Eiginfjárhlutfall var 21,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í árslok 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,6%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 320 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok ársfjórðungsins, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 37,8%, 830 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila. Sveiflur á mörkuðum og óvissa um áhrif tolla Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. „Óvissan hefur haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér heima og lækkaði arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitala OMX Iceland 15 um 7,7% á fyrsta ársfjórðungi. Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 5,2 milljörðum króna, sem er um 3% yfir spám greinenda. Vaxtatekjur jukust um tæp 7%, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 2%. Vaxtamunur var 3,2% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið 47,6%, sem hvort um sig er utan markmiða bankans. Neikvæð afkoma fjármunatekna, sem nemur 986 milljónum króna, hefur áhrif á afkomu bankans á fjórðungnum,“ segir Jón Guðni. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Þar segir að arðsemi eigin fjár hafi verið 9,4 prósent á tímabilinu. Farið er yfir helstu atriði á tímabilinu í tilkynningunni: Hagnaður af rekstri nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 (1F24: 5,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli (1F24: 9,8%). Hreinar vaxtatekjur námu 12,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hækkuðu um 817 milljónir króna á 1F25 samanborið við 1F24. Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,0% á fyrsta ársfjórðungi 2024. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 og námu samtals 3,1 milljarði króna á fjórðungnum. Hrein fjármagnsgjöld voru 986 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 236 milljónir króna á 1F24. Aðrar rekstrartekjur námu 467 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 1.098 milljónir króna á 1F24. Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 7,1 milljarð króna á 1F24, sem er 4,0% hækkun á milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 47,6% á fjórðungnum. Kostnaðarhlutfallið var 43,9% á 1F24. Virðisrýrnun fjáreigna var 3 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við virðisrýrnun sem nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,1 punktur á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 23 punkta á sama ársfjórðungi 2024. Útlán til viðskiptavina jukust um 3,5 milljarða króna á fjórðungnum frá fjórða ársfjórðungi 2024 og voru 1.299 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 1,1% milli loka fjórða ársfjórðungs 2024 og fyrsta ársfjórðungs 2025 og námu 937 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Eigið fé nam 217,9 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 227,4 milljarða króna í lok árs 2024. Eiginfjárhlutfall var 21,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2025, samanborið við 23,2% í árslok 2024. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 18,6%, samanborið við 20,1% í árslok 2024. Eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 var 320 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila í lok ársfjórðungsins, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila. Lágmarkskrafa um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) er 19,6% af áhættugrunni, til viðbótar við samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 var MREL bankans 37,8%, 830 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila. Sveiflur á mörkuðum og óvissa um áhrif tolla Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að fyrsti ársfjórðungur 2025 hafi einkennst af talsverðum sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum. Þá ríki ákveðin óvissa um áhrif hækkunar tolla. „Óvissan hefur haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér heima og lækkaði arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitala OMX Iceland 15 um 7,7% á fyrsta ársfjórðungi. Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 5,2 milljörðum króna, sem er um 3% yfir spám greinenda. Vaxtatekjur jukust um tæp 7%, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og þóknanatekjur um tæp 2%. Vaxtamunur var 3,2% á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár var 9,4% á ársgrundvelli og kostnaðarhlutfallið 47,6%, sem hvort um sig er utan markmiða bankans. Neikvæð afkoma fjármunatekna, sem nemur 986 milljónum króna, hefur áhrif á afkomu bankans á fjórðungnum,“ segir Jón Guðni.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. 1. maí 2025 08:00