Leikhúsmenn í útrás 21. október 2006 15:30 Þorleifur Örn Arnarsson vakti nokkra athygli í finnsku pressunni fyrir leikstjórn sína á Clockworks. Þorleifur Örn Arnarsson kom heim í gær frá Finnlandi en hann vakti nokkra athygli þar fyrir sviðsetningu sína, leikmynd og leikgerð á Clockworks fyrir virtan sjálfstæðan leikhóp þar í landi, Virus, á dögunum. Fékk sú sýning góða dóma. Að sögn Þorleifs var leitað til hans af hálfu hópsins og vann hann leikgerðina sem „hiklaust“ byggir á Clockwork Orange eftir Burgess þótt ekki hafi fengist til þess leyfi. Frumsýning var þann 6. október í leikhúsi hópsins í gamalli vatnsverksmiðju en í sal sem tekur 1580 gesti í sæti. Átta leikarar taka þátt í sýningunni og verður hún á fjölunum fram í desember. Aðrir íslenskir leikhúsmenn eru enn að í finnskum leikhúsum: sviðsetning Gunnars Helgasonar á Hellisbúanum gengur enn í Sænska leikhúsinu í Helsinki og verk konu hans, Bjarkar Jakobsdóttur, er enn verið að sýna í leikstjórn hennar. Þessar sýningar hafa gengið í nokkur misseri: Hellisbúinn á þriðja ár og Sellófan er á öðru ári. Sigurður Karlsson leikari hefur haft aðsetur í Finnlandi í nokkur ár. Hann hefur leikið nokkuð, var meðal annars í sviðsetningu Borgars Garðarssonar á Þið munið hann Jörund á liðnu sumri í sumarleikhúsi en sú hefð er gömul í Finnlandi að leika undir berum himni sumarlangt. Söngleikur Jónasar Árnasonar um Jörund var einmitt verkið sem dró Borgar til Svíþjóðar fyrir þremur áratugum svo honum er leikritið kunnugt. Hann lék líka í frumuppfærslu verksins hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma. Sigurður kvaðst í samtali við Fréttablaðið sinna leik í hjáverkum. Í sumar hafi hann munað að þau voru orðin fjörutíu árin sem hann hafði leikið: „ Þá var komið nóg.“ Hann sagðist einkum einbeita sér að þýðingum þessi misserin. Menning Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þorleifur Örn Arnarsson kom heim í gær frá Finnlandi en hann vakti nokkra athygli þar fyrir sviðsetningu sína, leikmynd og leikgerð á Clockworks fyrir virtan sjálfstæðan leikhóp þar í landi, Virus, á dögunum. Fékk sú sýning góða dóma. Að sögn Þorleifs var leitað til hans af hálfu hópsins og vann hann leikgerðina sem „hiklaust“ byggir á Clockwork Orange eftir Burgess þótt ekki hafi fengist til þess leyfi. Frumsýning var þann 6. október í leikhúsi hópsins í gamalli vatnsverksmiðju en í sal sem tekur 1580 gesti í sæti. Átta leikarar taka þátt í sýningunni og verður hún á fjölunum fram í desember. Aðrir íslenskir leikhúsmenn eru enn að í finnskum leikhúsum: sviðsetning Gunnars Helgasonar á Hellisbúanum gengur enn í Sænska leikhúsinu í Helsinki og verk konu hans, Bjarkar Jakobsdóttur, er enn verið að sýna í leikstjórn hennar. Þessar sýningar hafa gengið í nokkur misseri: Hellisbúinn á þriðja ár og Sellófan er á öðru ári. Sigurður Karlsson leikari hefur haft aðsetur í Finnlandi í nokkur ár. Hann hefur leikið nokkuð, var meðal annars í sviðsetningu Borgars Garðarssonar á Þið munið hann Jörund á liðnu sumri í sumarleikhúsi en sú hefð er gömul í Finnlandi að leika undir berum himni sumarlangt. Söngleikur Jónasar Árnasonar um Jörund var einmitt verkið sem dró Borgar til Svíþjóðar fyrir þremur áratugum svo honum er leikritið kunnugt. Hann lék líka í frumuppfærslu verksins hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sínum tíma. Sigurður kvaðst í samtali við Fréttablaðið sinna leik í hjáverkum. Í sumar hafi hann munað að þau voru orðin fjörutíu árin sem hann hafði leikið: „ Þá var komið nóg.“ Hann sagðist einkum einbeita sér að þýðingum þessi misserin.
Menning Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein