Íslenskt ekki endilega aðalmálið 25. október 2006 00:01 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það. Úttekt Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það.
Úttekt Viðskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira