Stórhuga Ólafur Jóhannesson í New York 30. október 2006 15:00 Ólafur Jóhannesson býst við að hefja tökur á Stóra planinu í apríl á næsta ári. Gengið hefur verið frá fjármögnun á kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. "Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni," segir Ólafur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. "Þetta er gamanmynd í Kung fu-stíl og við ætlum að taka hana upp í apríl og maí," bætir Ólafur við en myndin fjallar um Davíð sem er sannfærður um að kínverski náunginn í hausnum á honum muni aðstoða hann við að uppfylla örlög sín. Valinn maður er í hverju rúmi en með aðalhlutverkið fer Pétur Jóhann Sigfússon auk þess sem Eggert Þorleifsson og Ilmur Kristjánsdóttir eru í stórum hlutverkum. Heimildarmynd Ólafs, Act Normal, fékk nýverið mjög góða dóma í Variety sem jafnan er talin vera biblía kvikmyndagerðarfólksins. "Auðvitað er alltaf jákvætt að fá svona góð viðbrögð í Variety og þetta á eftir að hjálpa dreifingu myndarinnar mikið. Nokkur stór bandarísk dreifingarfyrirtæki eru inni í myndinni en við erum bara pollrólegir enda viðkvæmur bransi," útskýrir Ólafur sem vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka við gerð Queen Raquela, leikinnar myndar um samnefndan stelpustrák sem heldur á vit ævintýranna í leit að ástinni í lífi sínu með hjálp internetmelludólgs og íslensk stelpustráks. "Myndin er byggð á sannsögulegum persónum og margir þeirra leikara sem koma fyrir eru að leika sjálfan sig," segir leikstjórinn og reiknar með því að myndin rati á hvíta tjaldið um mitt næsta ár. Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gengið hefur verið frá fjármögnun á kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. "Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni," segir Ólafur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. "Þetta er gamanmynd í Kung fu-stíl og við ætlum að taka hana upp í apríl og maí," bætir Ólafur við en myndin fjallar um Davíð sem er sannfærður um að kínverski náunginn í hausnum á honum muni aðstoða hann við að uppfylla örlög sín. Valinn maður er í hverju rúmi en með aðalhlutverkið fer Pétur Jóhann Sigfússon auk þess sem Eggert Þorleifsson og Ilmur Kristjánsdóttir eru í stórum hlutverkum. Heimildarmynd Ólafs, Act Normal, fékk nýverið mjög góða dóma í Variety sem jafnan er talin vera biblía kvikmyndagerðarfólksins. "Auðvitað er alltaf jákvætt að fá svona góð viðbrögð í Variety og þetta á eftir að hjálpa dreifingu myndarinnar mikið. Nokkur stór bandarísk dreifingarfyrirtæki eru inni í myndinni en við erum bara pollrólegir enda viðkvæmur bransi," útskýrir Ólafur sem vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka við gerð Queen Raquela, leikinnar myndar um samnefndan stelpustrák sem heldur á vit ævintýranna í leit að ástinni í lífi sínu með hjálp internetmelludólgs og íslensk stelpustráks. "Myndin er byggð á sannsögulegum persónum og margir þeirra leikara sem koma fyrir eru að leika sjálfan sig," segir leikstjórinn og reiknar með því að myndin rati á hvíta tjaldið um mitt næsta ár.
Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein