Aldrei lent í öðru eins 31. október 2006 11:00 Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira