Pönkuð ástarsaga í Austurbæ 1. nóvember 2006 15:45 Ástríðuþrungið verk Nicolette Morrisson og Matthew Hugget í hlutverkum sínum í Danny and the Deep Blue Sea. MYND/Hörður Tvær einmana sálir hittast á bar. Þær hata allt og alla en komast ekki hjá því að falla hvor fyrir annarri. Það er ekki að spyrja að ástinni. Leikritið Danny and the deep Blue Sea ferðast frá Lundúnum yfir í Norðurmýri Reykjavíkur og verður frumsýnt annað kvöld. Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarsson lauk nýlega námi í leikstjórn frá Drama Center-skólanumm í London en fyrrgreint verk var fyrsta atvinnuverkefni hans þar í borg. Leikendurnir tveir, Nicolette Morrison og Matthew Hugget, komu að máli við Jón Gunnar og fengu hann til að stýra þeim í uppfærslu á uppáhalds leikverki þeirra. Leikritið Danny and the Deep Blue Sea er eftir bandaríska leikskáldið John Patrick Shanley og var frumsýnt árið 1984. Shanley er einnig þekktur fyrir hlut sinn í gerð myndarinnar Moonstruck en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir handrit sitt að myndinni. „Þetta verk er samt grófara en sú mynd en það fjallar meðal annars um slagsmál, eiturlyf, ofbeldi og misnotkun," segir Jón Gunnar og áréttar að viðhorfið verksins sé nokkuð svart. „Þetta er saga fólks sem mann grunar ekki að geti elskað en elskar svo heitt vegna þess að það hefur farið á mis við foreldraást, væntumþykju og hlýju í lífinu," útskýrir leikstjórinn.Brútal en fallegtJón gunnar þórðarson leikstjóri Getur vel hugsað sér að vinna með hjónum aftur. fréttablaðið/hörðurJón Gunnar segist ekki hafa þekkt verkið þá. „Nicolette sló þessu framan í mig, hún sagði að þetta væri verkið, ég ætti að leikstýra því og hún og maðurinn hennar ættu að leika það," segir hann kíminn. „Ég þekkti aðeins til hennar því hún var í sama skóla og ég og síðan vissi ég líka af honum, var reyndar hálf hræddur við hann því ég hélt að hann væri dálítið brjálaður. Síðan fór ég á barinn, las handritið og sá strax að þetta er þeirra saga. Þetta er falleg ástarsaga, pönkuð í stíl við Frankie og Johnny. Þetta er brútal en samt er svo mikil fegurð í því." Nicolette og Hugget eru hjón og Jón Gunnar útskýrir að bakgrunnur þeirra sé hliðstæður við aðalpersónur verksins sem koma úr verkamannastétt og líkt og skálduðu persónurnar felldu Nicolette og Matthew hugi saman og giftu sig innan mánaðar frá sínum fyrstu kynnum. „Það er alveg einstakt að vinna með hjónunum, þessi hlutverk eru eins og valin fyrir þau og því var engin leið fyrir mig að klúðra þessu," útskýrir Jón Gunnar hlæjandi. „Þau þekkja þennan heim sem er svo langt frá okkur - þetta er trúverðugt leikhús og ég myndi gjarnan vilja vinna meira í þessum dúr og fá tækifæri til að kafa svona djúpt á æfingaferlinu." Leikritið var sýnt í Etcetera Theatre í Camden í London við feikigóðar undirtektir og því var ákveðið að leggja í leikferðalag með það hingað til lands og verða settar upp fimm sýningar í Austurbæ, sú fyrsta annað kvöld en sú síðasta á laugardag. Verkið er sýnt í Silfurtunglinu, nýuppgerðu rými á efri hæð hússins. Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tvær einmana sálir hittast á bar. Þær hata allt og alla en komast ekki hjá því að falla hvor fyrir annarri. Það er ekki að spyrja að ástinni. Leikritið Danny and the deep Blue Sea ferðast frá Lundúnum yfir í Norðurmýri Reykjavíkur og verður frumsýnt annað kvöld. Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarsson lauk nýlega námi í leikstjórn frá Drama Center-skólanumm í London en fyrrgreint verk var fyrsta atvinnuverkefni hans þar í borg. Leikendurnir tveir, Nicolette Morrison og Matthew Hugget, komu að máli við Jón Gunnar og fengu hann til að stýra þeim í uppfærslu á uppáhalds leikverki þeirra. Leikritið Danny and the Deep Blue Sea er eftir bandaríska leikskáldið John Patrick Shanley og var frumsýnt árið 1984. Shanley er einnig þekktur fyrir hlut sinn í gerð myndarinnar Moonstruck en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir handrit sitt að myndinni. „Þetta verk er samt grófara en sú mynd en það fjallar meðal annars um slagsmál, eiturlyf, ofbeldi og misnotkun," segir Jón Gunnar og áréttar að viðhorfið verksins sé nokkuð svart. „Þetta er saga fólks sem mann grunar ekki að geti elskað en elskar svo heitt vegna þess að það hefur farið á mis við foreldraást, væntumþykju og hlýju í lífinu," útskýrir leikstjórinn.Brútal en fallegtJón gunnar þórðarson leikstjóri Getur vel hugsað sér að vinna með hjónum aftur. fréttablaðið/hörðurJón Gunnar segist ekki hafa þekkt verkið þá. „Nicolette sló þessu framan í mig, hún sagði að þetta væri verkið, ég ætti að leikstýra því og hún og maðurinn hennar ættu að leika það," segir hann kíminn. „Ég þekkti aðeins til hennar því hún var í sama skóla og ég og síðan vissi ég líka af honum, var reyndar hálf hræddur við hann því ég hélt að hann væri dálítið brjálaður. Síðan fór ég á barinn, las handritið og sá strax að þetta er þeirra saga. Þetta er falleg ástarsaga, pönkuð í stíl við Frankie og Johnny. Þetta er brútal en samt er svo mikil fegurð í því." Nicolette og Hugget eru hjón og Jón Gunnar útskýrir að bakgrunnur þeirra sé hliðstæður við aðalpersónur verksins sem koma úr verkamannastétt og líkt og skálduðu persónurnar felldu Nicolette og Matthew hugi saman og giftu sig innan mánaðar frá sínum fyrstu kynnum. „Það er alveg einstakt að vinna með hjónunum, þessi hlutverk eru eins og valin fyrir þau og því var engin leið fyrir mig að klúðra þessu," útskýrir Jón Gunnar hlæjandi. „Þau þekkja þennan heim sem er svo langt frá okkur - þetta er trúverðugt leikhús og ég myndi gjarnan vilja vinna meira í þessum dúr og fá tækifæri til að kafa svona djúpt á æfingaferlinu." Leikritið var sýnt í Etcetera Theatre í Camden í London við feikigóðar undirtektir og því var ákveðið að leggja í leikferðalag með það hingað til lands og verða settar upp fimm sýningar í Austurbæ, sú fyrsta annað kvöld en sú síðasta á laugardag. Verkið er sýnt í Silfurtunglinu, nýuppgerðu rými á efri hæð hússins.
Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira