Hvað er ég að vesenast í pólitík? 2. nóvember 2006 05:00 Já, hvað er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjarpólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Helsta ástæðan fyrir framboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svimandi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhagsáhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku. Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við endalausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, biðlistar eru í búsetumálum, í atvinnumálum og hæfingu. Já svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatlaðra. Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndalandi í þessum málflokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar hvernig á að gera hlutina rétt. Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyrirmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni. Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, menntamál, málefni fjölskyldunnar og samgöngu mál eru líka mál sem brenna á mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Já, hvað er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjarpólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Helsta ástæðan fyrir framboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svimandi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhagsáhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku. Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við endalausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, biðlistar eru í búsetumálum, í atvinnumálum og hæfingu. Já svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatlaðra. Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndalandi í þessum málflokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar hvernig á að gera hlutina rétt. Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyrirmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni. Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, menntamál, málefni fjölskyldunnar og samgöngu mál eru líka mál sem brenna á mér.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar