Ofbeldi gegn börnum – samfélagslegt vandamál 3. nóvember 2006 05:00 Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun