Fjöldi ellilífeyrisþega lifa vart við mannsæmandi lífskjör 4. nóvember 2006 05:00 Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar