Ríkið tekur yfir prentsmiðju 5. nóvember 2006 05:00 Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar