Olíu- og gasleitarfyrirtækið Tanganyika tapaði rúmum fjórum milljónum Bandaríkjadala, eða 290 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi. Tap félagsins nam um 540 milljónum króna fyrir fyrstu níu mánuði ársins.
Tekjur félagsins voru um 7,4 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp fjörutíu prósent á milli ára.
Straumur-Burðarás heldur utan um tæplega þrettán prósenta hlut í Tanganyika sem metinn var á 5,3 milljarða króna við lok þriðja ársfjórðungs.