Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 17:44 Donald Trump í garði Hvíta hússins í gær. AP/Evan Vucci Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi. Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi.
Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34