Eins og greint er frá hér að framan völdu Samtök stjórnenda í Danmörku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins.
Óvíst er hvort foreldrar og börn þeirra víða um heim eru sammála valinu enda hefur Lego hagrætt svo mikið í rekstri að fyrirtækið annar ekki eftirspurn og má gera ráð fyrir að gömlu góðu Legokubbarnir leynist í færri pökkum um þessi jól en undanfarin ár.
Því má ætla að í hugum vonsvikinna foreldra og barna hljóti Knudstorp svipaðan sess um hátíðirnar og Trölli sem stal jólunum í bókunum víðfrægu eftir dr. Seuss.