Úthýst, útrýmt og fordæmt 16. nóvember 2006 05:00 Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun