Orðheldni skiptir máli 30. nóvember 2006 05:00 Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun