Stenst tímans tönn 1. desember 2006 15:30 Jóladagatal Sjónvarpsins er nú endursýnt í annað skiptið, en það var framleitt árið 1991. Sýningar á Jóladagatali Sjónvarpsins, sem að þessu sinni er sagan um stjörnustrákinn Bláma og Ísafoldu eftir Sigrúnu Eldjárn, hefjast í dag. Þættirnir, sem Kári Halldór leikstýrði, voru frumsýndir fyrir fimmtán árum og endursýndir árið 1998. Aðalleikararnir voru þá allir nýkomnir inn í leiklistarbransann. Fréttablaðið athugaði hvar þau eru stödd í dag. „Ég er að leikstýra jólasýningu hjá Stopp leikhópnum og kenni við Háskólann í Reykjavík,“ sagði Sigurþór A. Heimisson, sem hefur haldið sig innan leiklistargeirans. Hann heldur að þættirnir standist tímans tönn með prýði. „Þetta er líka tekið upp úti um borg og bæ, það er gaman að sjá hvernig borgin hefur breyst,“ sagði Sigurþór, sem aftók ekki að hann myndi fylgjast með dagatalinu í ár. „Ég á sex ára strák sem mun fylgjast spenntur með. Ég kann líka ákaflega vel við stjörnustrákinn Bláma,“ sagði hann. Kristjana Pálsdóttir, sem fór með hlutverk Ísafoldar, er búsett fyrir norðan þar sem hún hefur kennt leiklist og sett upp sýningar með nálægum grunnskólum. „Ég hef komið að einhverju leiklistartengdu á hverju ári frá því að ég útskrifaðist,“ sagði Kristjana, en hlutverk Ísafoldar var eitt fyrsta hlutverk hennar. „Þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta nú vera með skemmtilegri jóladagatölunum,“ sagði Kristjana. „Ég hef þá trú að þetta sé ekkert leiðinlegra núna.“ Guðfinna Rúnarsdóttir fór með þriðja aðalhlutverkið í þáttunum, sem hún kallar sjálf Fruntalegu kellinguna. „Þetta var algjört draumahlutverk, hún var alltaf að þykjast vera eitthvað annað en hún var, svo ég fékk ótal gervi,“ sagði Guðfinna, en Fruntalega kellingin var fyrsta stóra hlutverk hennar. Guðfinna einbeitir sér nú að þýðingum og heldur námskeið í upplestri og framsögu fyrir nemendur í 7. bekk. Guðfinna segir börnum hennar finnast býsna skemmtilegt að fá að sjá dagatalið aftur. „Sonur minn hafði nú einhverjar áhyggjur af því að honum myndi finnast mamma hans eitthvað hallærisleg núna, enda var þetta mjög ýkt persóna,“ sagði Guðfinna hlæjandi. „Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu, en ég vildi helst að það væru framleidd ný jóladagatöl á hverju ári,“ bætti hún við. Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sýningar á Jóladagatali Sjónvarpsins, sem að þessu sinni er sagan um stjörnustrákinn Bláma og Ísafoldu eftir Sigrúnu Eldjárn, hefjast í dag. Þættirnir, sem Kári Halldór leikstýrði, voru frumsýndir fyrir fimmtán árum og endursýndir árið 1998. Aðalleikararnir voru þá allir nýkomnir inn í leiklistarbransann. Fréttablaðið athugaði hvar þau eru stödd í dag. „Ég er að leikstýra jólasýningu hjá Stopp leikhópnum og kenni við Háskólann í Reykjavík,“ sagði Sigurþór A. Heimisson, sem hefur haldið sig innan leiklistargeirans. Hann heldur að þættirnir standist tímans tönn með prýði. „Þetta er líka tekið upp úti um borg og bæ, það er gaman að sjá hvernig borgin hefur breyst,“ sagði Sigurþór, sem aftók ekki að hann myndi fylgjast með dagatalinu í ár. „Ég á sex ára strák sem mun fylgjast spenntur með. Ég kann líka ákaflega vel við stjörnustrákinn Bláma,“ sagði hann. Kristjana Pálsdóttir, sem fór með hlutverk Ísafoldar, er búsett fyrir norðan þar sem hún hefur kennt leiklist og sett upp sýningar með nálægum grunnskólum. „Ég hef komið að einhverju leiklistartengdu á hverju ári frá því að ég útskrifaðist,“ sagði Kristjana, en hlutverk Ísafoldar var eitt fyrsta hlutverk hennar. „Þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta nú vera með skemmtilegri jóladagatölunum,“ sagði Kristjana. „Ég hef þá trú að þetta sé ekkert leiðinlegra núna.“ Guðfinna Rúnarsdóttir fór með þriðja aðalhlutverkið í þáttunum, sem hún kallar sjálf Fruntalegu kellinguna. „Þetta var algjört draumahlutverk, hún var alltaf að þykjast vera eitthvað annað en hún var, svo ég fékk ótal gervi,“ sagði Guðfinna, en Fruntalega kellingin var fyrsta stóra hlutverk hennar. Guðfinna einbeitir sér nú að þýðingum og heldur námskeið í upplestri og framsögu fyrir nemendur í 7. bekk. Guðfinna segir börnum hennar finnast býsna skemmtilegt að fá að sjá dagatalið aftur. „Sonur minn hafði nú einhverjar áhyggjur af því að honum myndi finnast mamma hans eitthvað hallærisleg núna, enda var þetta mjög ýkt persóna,“ sagði Guðfinna hlæjandi. „Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu, en ég vildi helst að það væru framleidd ný jóladagatöl á hverju ári,“ bætti hún við.
Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira