Hnefaleikarinn Arturo Gatti þurfti að hafa mikið fyrir því að leggja hinn danska Thomas Damgaard í Atlantic City í nótt, en Gatty var dæmdur sigur í tíundu lotu í bardaga sem á tíðum var hrein og klár slagsmál. Damgaard sýndi mikla keppnishörku og tók við miklum barsmíðum, en þurfti að lokum að játa sig sigraðan í bardaganum, sem var í beinni útsendingu á Sýn í nótt.
