G.P.G fiskvinnsla verður að greiða fyrrum stjórnanda fiskvinnslunnar Jökuls á Raufarhöfn hálfa þriðju milljón króna sem hann á hjá félaginu í ógreiddum launum.
Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu að fiskvinnslan hefði ekki staðið við samning sinn við manninn þegar hann tók að sér rekstur fiskvinnslu fyrir Útgerðarfélag Akureyrar, móðurfélag, G.P.G. í húsnæðinu þar sem fiskvinnslan Jökull var áður. Honum hefðu verið greidd of lág laun og uppsagnarfrestur hans ekki virtur.