Stjórarnir vilja vinnufrið 13. febrúar 2006 15:30 Curbishley vill fá vinnufrið þangað til í vor NordicPhotos/GettyImages Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn