Íbúar Flórída hafa verið varaðir við úrhellisrigningu og aftakaveðri á morgun þegar hitabeltisstormurinn Alberto gæti náð þar landi. Alberto er fyrsti hitabeltisstormur ársins og stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Flórída. Sérfræðingar telja ólíklegt að Alberto nái að verða að fellibyl. Fellibylir ollu meira tjóni en nokkru sinni áður á síðasta ári og þrettán hundruð manns týndu lífi í Bandaríkjunum af þeirra völdum.
Íbúar Flórída varaðir við aftakaveðri
